Tamningatrippi á vorönn - opið fyrir pantanir | Háskólinn á Hólum

Tamningatrippi á vorönn - opið fyrir pantanir

Hólaskóli hefur um árabil átt gott samstarf við ræktendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar. Verkefnin annast nemendur á 2. ári við Hestafræðideild, undir handleiðslu reiðkennara skólans.
 
Nú er leitað eftir hrossum í vinnuna á vorönn 2019.  
 
Kallað er eftir hrossum í þetta verkefni:
 
Tamningar. Ferlið hefst með frumtamningu, sem miðar fyrst og fremst að því að gera trippin reiðfær. Samhliða er lögð áhersla á teymingar og aðra vinnu við hendi.  Í framhaldi af frumtamningunni hljóta hrossin grunnþjálfun, þar sem megináhersla er lögð á að gera þau góð í beisli, þjálfa samspil hvetjandi og hamlandi ábendinga, sem og undirbúning fyrir gangsetningu. Enn fremur uppbyggingu þreks, jafvægis og vilja.
 
Forkröfur: Trippin komi fortamin (a.m.k. bandvön). Þau þurfa að hafa náð góðum þroska. Æskilegt er að þau séu undan 1. verðlauna stóðhestum. Ætlast er til að búið sé að heyja trippin áður en þau koma í Hóla. Ekki  er tekið við stóðhestum.
 
Tamningatrippi komi á staðinn mánudaginn 7. janúar 2019, milli kl. 13:00 og 17:00.
Skiladagur laugardagurinn 16. mars.
 
Kostnaður - fyrir allt viðkomandi tímabil (ber ekki virðisaukaskatt), er kr. 115.000
Innifalið: Allt uppihald, auk járninga  og ormalyfsgjafar. 
 
Hér má panta fyrir hross í tamningar.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is