Þarftu aðstoð með reiðhestinn þinn?

Þriðja árs nemar Hólaskóla auglýsa eftir hrossum með hegðunarvandamál í verkefnið „Lausnir“ vikuna 15.-19. maí.
 
Umsjónarmaður hestsins kemur með hann heim í Hóla á mánudeginum og sýnir vandamálið sem hann vill fá lausn við. Hesturinn er síðan þjálfaður í þrjá daga af nemendum. Umsjónarmaður sækir hann svo aftur á föstudegi og fær leiðbeiningar um áframhaldandi þjálfun, ásamt myndbandi sem sýnir ferlið skref fyrir skref.
 
Verkefnið er eigendum að kostnaðarlausu.
 
Umsókn með lýsingu á vandamálinu sendist á ankr@mail.holar.is eða í síma 
867-7635 (Anna)  
661-6222 (Fanndís)
 
Við munum velja úr umsóknum þá hesta sem við teljum henta best í verkefnið.
 
Myndina tók Lilja Kristjánsdóttir.
 
Kennslusýning vorið 2017 @Lilja Kristjánsdóttir
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is