Þjóðarspegillinn 2018 | Háskólinn á Hólum

Þjóðarspegillinn 2018

Nú hefur dagskrá Þjóðarspegilsins verið birt. Að vanda er hún fjölbreytt og úr mörgu að velja, fyrir áhugafólk um félagsvísindi, enda spanna þau gríðarlega vítt svið. Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 26. október í húsnæði Háskóla Íslands, og er öllum opin án endurgjalds.
 
Sem áður verða nokkrir starfsmenn Háskólans á Hólum með innlegg í Þjóðarspegilinn:
 
Klukkan 13:00 - 13:45 stendur Ferðamáladeild Háskólans á Hólum fyrir málstofu um rannsóknir á viðburðum. Þar munu Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún Helgadóttir halda erindi sem nefnist
Alþjóðleg rannsókn á íslenskum viðburði: Landsmót hestamanna. Enn fremur mun Ingibjörg rýna sérstaklega í Landsmót hestamanna, m.t.t. markhópa viðburða. Málstofan verður í stofu 204 í Odda.
 
Í stofu N-130 í Öskju fer málstofan Vinnuafl í ferðaþjónustu: Áskoranir og tækifæri fram, kl. 9:00 - 11:45. Þar mun Anna Vilborg Einarsdóttir ræða um unglingsstúlkur í ferðaþjónustu.
 
Og á milli kl. 12:00 og 14:00 verður málstofan Responsible Tourism in Arctic Seascapes haldin, í Öskju (129). Þar koma þær Jessica Faustini Aquino, Georgette Leah Burns og Sandra Magdalena Granquist við sögu, með erindinu Developing a framework for responsible wildlife tourism.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is