Þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á heimskautasvæðum Norðurlandanna | Háskólinn á Hólum

Þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á heimskautasvæðum Norðurlandanna

Háskólanum á Hólum hefur verið boðið að taka þátt í rannsóknarhópi sem kallar sig „Sustainable Tourism Development in the Nordic Arctic“, eða „Þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á heimskautasvæðum Norðurlandanna.“
 
Dr. Jessica Aquino, lektor í Ferðamáladeild, er fulltrúi skólans í hópnum. Markmið hans er að skoða möguleika á þróun sjálfbærrar og skapandi ferðaþjónustu á þessum svæðum, með þátttöku íbúa og nýtingu innviða og auðlinda svæðisins, með áherslu á lifandi auðlindir sjávar. Tilgangurinn er að skapa meiri fjölbreytni og sveigjanleika í efnahaga svæðanna.  
 
Til að ná markmiðum verkefnisins verða haldnar þrjár vinnustofur á svæðunum. Sú fyrsta var haldin í Norður-Noregi í apríl 2018, og stendur önnur vinnustofan yfir núna (18-22. mars) á Akureyri. Hópurinn er fjármagnaður af norrænu rannsóknarstofnuninni NordRegio sem staðsett er í Stokkhólmi, Háskóla Norðurslóða í Tromsö í Noregi og Alþjóðadeild Skrifstofu vísinda og æðra námsstigs í Danmörku. 
 
Jessica Aquino / Laufey Haraldsdóttir
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is