Umsjónarmaður eldistilrauna - laust starf

Háskólinn á Hólum auglýsir stöðu umsjónarmanns eldistilrauna í Fiskeldis- og fiskalíffræðideild lausa til umsóknar. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild háskólans leggur áherslu á rannsóknir í fiskeldi með sérstöku tilliti til umhverfisvænna og arðbærra lausna í greininni, t.d. hvað varðar fóðurfræði, eldisumhverfi, endurnýtingu og kynbætur. Við deildina starfa 11 starfsmenn og auk þeirra á annan tug nemenda í meistara- og doktorsnámi.
 
Starfssvið
Umsjónarmaður eldistilrauna í tilraunaaðstöðu Háskólans á Hólum í Verinu Vísindagörðum
Ábyrgð á daglegri umhirðu eldistilrauna
Ábyrgð á umgengni og þrifum á rannsóknaaðstöðu
Skráning gagna
Þátttaka í skipulagningu, hönnun, smíðum og viðhaldi kerfa til fiskeldisrannsókna
Umhirða fiskeldis aðra hverja helgi ásamt bakvöktum. 
 
Menntunar- og hæfnikröfur
B.S. gráða eða sambærileg menntun á sviði raunvísinda, eða diplomagráða í fiskeldi 
Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
Þekking á aðferðafræði tilrauna
Reynsla eða innsýn í fiskeldi
Góð enskukunnátta
Æskilegt er að viðkomandi hafi búsetu á Sauðárkróki.
 
Um 100% stöðu er að ræða. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 
 
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 13. janúar 2017 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum jafnt karla og konur til að sækja um.
 
Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun til Háskólans á Hólum á netfangið umsoknir@holar.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Kristófer Kristjánsson í síma 455 6386. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is