Undirritun samstarfssamnings

Laugardaginn 8. október undirrituðu Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor háskólans á Hólum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Barry Costa-Pierce fyrir hönd rektors Háskólans á Nýja-Englandi (University of New England) samstarfssamning.
 
Með samningnum eru lögð drög að frekara samstarfi þessara skóla á svið kennslu, nemendaskipta og rannsókna. Fyrsta verkefnið sem ráðist verður í á grundvelli samstarfssamningsins er að byggja upp fjölbreytt meistaranám um matvælaframleiðslu, með sérhæfingu á sviði fiskeldis, fiskveiða og fiskvinnslu.
 
Samningurinn var undirritaður á Arctic circle ráðstefnunni í Hörpu þar sem fulltrúar frá skólunum fluttu erindi á málstofu sem nefndist „Cultivating Trans-Aatlantic Ocean Foods Entrepreneurship through International Scientific and Educational Cooperation“. Málstofan var fjölsótt og fjörugar umræður urðu við lok erindanna.
 
Helgi Thorarensen, 9. október 2016.
 
Undirritun samstarfssamnings, í Hörpu
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is