Undirritun samstarfssamnings | Háskólinn á Hólum

Undirritun samstarfssamnings

Þann 19. október undirrituðu Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og James Herbert, rektor Háskólans á Nýja-Englandi (University of New England), viðauka við samstarfssamning skólanna. Viðaukinn skapar nemendum í meistaranámi á fræðasviði Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar tækifæri til skiptináms á milli skólanna.

Samningurinn var undirritaður á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu, þar sem fulltrúar allra háskólanna tóku þátt í metnaðarfullri dagskrá þingsins. 

 

Undirritun viðauka við samstarfssamning

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is