Unnið fyrir Horses of Iceland | Háskólinn á Hólum

Unnið fyrir Horses of Iceland

Horses of Iceland er sérstakt markaðsverkefni um íslenska hestinn, sem sett var á fót árið 2015. Vefur verkefnisins er í stöðugri uppbyggingu, og auk íslenskunnar er hann gefinn út á þýsku, ensku og sænsku. 

Á vef þessum er að finna margs konar fróðleik tengdan íslenska hestinum. Á fréttahluta hans birtist nýlega frétt undir yfirskriftinni „Íslensk hestaferðaþjónusta í uppsveiflu undanfarin ár“. Þar er að verulegu leyti byggt á nýlegri skýrslu sem Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, tók saman fyrir Horses of Iceland. Rannsóknir Ingibjargar undanfarin ár hafa einmitt beinst að efnahagslegu mikilvægi íslenska hestsins, í víðum skilningi og hefur hún birt greinar og flutt fyrirlestra um þetta viðfangsefni. 

Einnig er hafin uppbygging yfirlits um rannsóknir tengdar íslenska hestsinum, og þar er nú að finna slóðir að rannsóknum vísindamanna við Hestafræðideild Háskólans á Hólum, á áhrifum þyngdar knapa á íslenska hestinn á tölti.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is