Upphaf haustannar

Kennsla á haustönn 2017 hefst mánudaginn 28. ágúst. Nýnemadagar hefjast kl. 9:00 þann dag og standa fram að hádegi á miðvikudag. Þeir eru sameiginlegir með öllum deildum skólans og dagskrá þeirra fléttast saman við staðbundna lotu í inngangsnámskeiðum allra námsleiða. Hjá nýnemum í Ferðamáladeild og í fiskeldisnámi taka svo staðbundnar lotur í öðrum námskeiðum við, um hádegi á miðvikudag, og allir nýnemar þurfa að gera ráð fyrir viðveru á Hólum eða í vettvangsferðum alla þessa viku.

Aðgangsupplýsingar vegna Uglu (kennsluvefs) og Hólapósts (netpósts) hafa verið sendar á lögheimili nýnema. Þeim hefur einnig verið bent á að kynna sér upplýsingasíðu fyrir nýnema. Þar kemur til dæmis fram hvert fjarnemar geta snúið sér varðandi gistingu í staðbundnum lotum.

Einnig getur verið gott að vita af þessari yfirlitssíðu hér

Eldri nemum í blönduðu námi (fjarnámi) er bent á að fylgjast með á kennsluvefjunum á Uglunni/Moodle. Eldri nemar í staðnámi hafa fengið skilaboð um mætingu, eins og við á.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is