Vefur um náttúru Skagafjarðar opnaður | Háskólinn á Hólum

Vefur um náttúru Skagafjarðar opnaður

Vefur um náttúru Skagafjarðar verður formlega opnaður í Hólaskóla - Háskólanum á Hólum, kl. 14 á Degi íslenskrar tungu. 
 
Höfundur er Sólrún Harðardóttir kennari en útgefandi er Háskólinn á Hólum. 
 
Um er að ræða fræðsluvef fyrir stálpaða krakka, unglinga og áhugasaman almenning.
Á honum er sagt frá ýmsu sem tengist náttúrunni, einkum út frá jarðfræði, líffræði og landafræði, en einnig eru þar spennandi verkefni þar sem gjarna er lögð áhersla á athuganir úti í náttúrunni.
 
Slóðin að vefnum verður kynnt síðar! 
 
16.11.2018 - 14:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is