Viðburðalandið Ísland

Vakin er athygli á örráðstefnu Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, „Viðburðalandinu Íslandi“.  Ráðstefnan verður haldin í Hörpu, fimmtudaginn 21. september nk. og stendur frá kl. 13 - 17.

Viðfangsefni ráðstefnunnar er viðburðastjórnun á Íslandi. Aðalfyrirlesari er Michelle Lanham, lektor við Leeds Beckett háskólann í Bretlandi. Leeds Beckett (sem áður nefndist Leeds Metropolitan) er einn af samstarfsskólum Háskólans á Hólum undir merkjum Erasmus+ og hefur það samstarf meðal annars birst í gagnkvæmum kynnisheimsóknum starfsmanna, auk þess sem tveir af meistaranemum deildarinnar hafa dvalið sem skiptinemar þar ytra.

Dagskrá ráðstefnunnar:
 
13:00 Setning: Laufey Haraldsdóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
 
13:10 Creative Event Management-Designing authentic and memorable experiences for the consumer. Michelle Lanham - Senior Lecturer, UK Centre for Events Management, Leeds Beckett University.
 
13:50 Reynslusögur úr viðburðastjórnun á Íslandi
 
Eistnaflug - Stefán Magnússon framkvæmdastjóri Eistnaflugs
Unglingalandsmót UMFÍ - Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ
Ráðstefnur og fundir - Hanna Margrét Hrafnkelsdóttir frá Meet in Reykjavík
Sýningar og viðburðir erlendis - Guðný Káradóttir frá Íslandsstofu
Viðburðahúsið Harpa - Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu
Rannsóknir á Landsmóti hestamanna - Ingibjörg Sigurðardóttir lektor við Háskólann á Hólum
Hátíðahöld á Akureyri - Davíð Rúnar Gunnarsson frá Viðburðastofu Norðurlands
 
15:00 Kaffihlé
15:30 Umræðuhópar – rætt um það sem fram kemur hjá fyrirlesurum
16:00 Kynning á niðurstöðum hópa
16:30 Ráðstefnuslit
 
Ráðstefnustjóri: Jakob Frímann Þorsteinsson aðjúnkt í Tómstundafræði við Háskóla Íslands.
 
Umræðustjóri: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.
 
Ráðstefnan er öllum opin, og þátttaka ókeypis en óskað er eftir að væntanlegir gestir boði komu sína með skráningu hér á vefnum.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is