Vísindi og grautur | Háskólinn á Hólum

Vísindi og grautur

Geir Kristinn Aðalsteinsson mannauðsstjóri kynnir Hölds fyrirtækið og hvernig það leggur sitt af mörkum til að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu á Íslandi.

Höldur rekur m.a. Bílaleigu Akureyrar/Europcar og leggur fyrirtækið mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð og ábyrgri ferðaþjónustu. Í fyrirlestri sínum nálgast Geir Kristinn samfélagslega ábyrgð Hölds út frá fimm meginþáttum sem eru umhverfismál, mannauður, íþróttir og menning, öryggismál og nærsamfélagið. Nánar má lesa um þessi mál á vef fyrirtækisins.

Allir velkomnir. Stofa 302.

23.01.2019 - 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is