Vísindi og grautur - opinn fyrirlestur | Háskólinn á Hólum

Vísindi og grautur - opinn fyrirlestur

Ólafur Stefánsson:

Notkun forrits til að efla ímyndunarafl og sköpun nemenda
 
Fjallað verður um forritið KeyWe,  sem hann hefur þróað. Þetta er forrit sem auðveldar aðgang kennara og nemenda að skólaverkefnum, geymir hugmyndir og vinnu þeirra á þægilegan auðleitanlegan máta og gerir kleift að deila til annarra eða með öðrum. 
 
Með því að leggja áherslu á ímyndunarafl, sköpun og ólínulega varðveislu efnisins færir Keywe ábyrgðina úr höndum kerfis yfir í hendur nemandans. Með auknum lærdómi í Keywe og með stuðningi kennara hefur nemandinn úr fleiri og fleiri persónulegum hugmyndum að vinna úr. Hann sér hugmyndabanka sinn stækka, verður virkur þátttakandi í kennslustundum og með timanum hæfari til að sjá skapandi fleti á því sem lagt er á borð fyrir hann í tímum.
 
Í stofu 205 heima á Hólum. Allir velkomnir.
09.11.2017 - 11:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is