Vistfræðinámskeið haldið í Skagafirði | Háskólinn á Hólum

Vistfræðinámskeið haldið í Skagafirði

Vettvangsnámskeið í vistfræði fyrir líffræðinema við Háskóla Íslands, var að hluta til kennt í Skagafirði í haust. Fengu nemendur og kennarar þeirra afnot af aðstöðu Háskólans á Hólum til úrvinnslu efniviðar sem þeir söfnuðu í skagfirskri náttúru, til lands og sjávar. Var þetta í fjórða skiptið sem HÍ nýtti sér aðgengilega og fjölbreytta náttúru fjarðarins og aðstöðu Háskólans á Hólum, fyrir gagnasöfnun og úrvinnslu. Nemendur og kennarar voru ánægðir með dvöl sína í héraði og Háskólinn á Hólum þakkar ánægjulega heimsókn. 

Erla Björk Örnólfsdóttir.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is