Upplýsingar fyrir nýnema

Umsækjendur um grunnnám geta fylgst með framvindu umsóknar sinnar í samskiptagáttinni, sem þeir stofna um leið og þeir senda inn umsókn. (Athugið að lykilorð vegna umsóknar gildir ekki að Uglunni áfram, eftir innritun).
Greiðsluseðill fyrir innritunargjöldum verður sendur í netbanka í júní.
Nýnemar sem greiða innritunargjaldið á réttum tíma, munu fá notendanöfn og lykilorð send um miðjan ágúst (með Íslandspósti, á lögheimili).
Innritunargjöld vegna skólaársins 2021 - 2022 eru kr. 75.000 og eru óafturkræf.

Ef óskað er að fá fyrra nám metið.

Kennsla á haustönn 2021 hefst kl. 9:00 mánudaginn 30. ágúst (nema hjá nemendum á 2. og 3. ári í Hestafræðideild: Mæting kynnt síðar). Prófum á haustönn lýkur föstudaginn 17. desember, að undangengnum prófum.

Kennsla á vorönn 2022 hefst 10. janúar. Sjúkra- og endurtökupróf verða 5. - 7. janúar.

Yfirlit skólaársins 2020 - 2021 (Birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar).
Önninni er skipt í tvær álíka langar stuttannir, og einstök námskeið standa ýmist yfir hana alla, eða einungis aðra hvora stuttönnina.
Þeir nemendur sem eru í blönduðu námi („fjarnámi“) eru kallaðir heim að Hólum í staðbundnar lotur. Misjafnt er eftir námsleiðum hvenær þær eru. Allir nýnemar geta þó reiknað með að námið á haustönn hefjist með staðbundinni lotu/nýnemadögum og að reiknað verði með að þeir hefji námið hér heima (nema um „eðlileg“ forföll sé að ræða).

Ferðamáladeild:
Vikuskipan 2021 - 2022
Staðbundnar lotur, haustönn 2021

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild:
Í diplómunámi í fiskeldisfræði eru öll námskeið kennd í stuttum lotum, eitt til tvö í senn.
Helstu dagsetningar í diplómunámi í fiskeldisfræði 2021 - 2022.

Hestafræðideild:
Nýnemum í Hestafræðideild er bent á að kynna sér búnaðarlista. Athygli er vakin á því að nemendum í Hestafræðideild er skylt að tryggja sig áður en kennsla hefst, en er í sjálfsvald sett hvort hestarnir eru tryggðir. Skólinn tekur enga ábyrgð á nemendahestunum.

Auk inntökuprófs í reiðmennsku þurfa umsækjendur um nám í Hestafræðideild að skila inn myndbandi af sér á hestbaki - sjá nánar. Haft verður samband við þá umsækjendur sem teljast uppfylla skilyrði til að verða boðið í inntökupróf í reiðmennsku. Þau verða haldin í lok maí og/eða fyrri hluta júní. Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst.

Erlendir umsækjendur (umsækjendur með erlent móðurmál) í Hestafræðideild þurfa ennfremur að þreyta inntökupróf í íslensku. Þar er fyrst og fremst verið að kanna skilning á töluðu máli.

Nánari upplýsingar eru einnig veittar á kennslusviði.

Húsnæði:
Nemendagarðar Háskólans á Hólum starfa sjálfstætt. Þeir staðnemar sem hyggja á búsetu á nemendagörðum þurfa sjálfir að annast umsókn um slíkt á vef skólans, eyðublaðið er að finna á vefnum. Umsóknarfrestur rennur út þann 25. júní nk. Frekari upplýsingar eru veittar á þjónustuborði háskólans, sími 455 6300 eða á netfangið thjonustubord@holar.is

Fjarnemar sem þurfa á gistingu í staðbundnum lotum að halda þurfa að snúa sér til Ferðaþjónustunnar á Hólum, símanúmerið er 455 6333, netfangið er booking@kaffiholar.is.

Allir nemar Háskólans á Hólum fá úthlutað netfangi, og er ætlast til að þeir noti það í námi sínu við skólann. Sömu aðgangsupplýsingar gilda fyrir innri vef skólans, Ugluna. Í sumum tilfellum er fjarkennslukerfið Moodle notað til viðbótar. Canvas kennslukerfið er notað í öllum námskeiðum sem kennd eru við skólann.

Bækur:
Bóksölu stúdenta og Heimkaup (vegna rafrænna bóka) vita um þær bækur sem ætlast er til að nemendur útvegi sér, sem og fjölda skráðra í viðkomandi námskeið. Einnig bendum við á erlendar netverslanir. Eitthvað af bókunum er fáanlegt á rafrænu sniði og fer þeim fjölgandi.
Þeir nemendur sem óska eftir að fá fyrra háskólanám metið að einhverju leyti, þurfa að gera það með bréfi (tölvupósti) til kennslusviðs. Einungis er unnt að fá heil námskeið metin, ekki einstaka hluta þeirra. Í bréfinu þarf að koma fram hvaða námskeið nemandinn óskar að fá fellt niður, ásamt lýsingu á því námskeiði sem hann hefur tekið annars staðar og telur samsvarandi. Miðað er við lágmarkseinkunnina 6,0 og námið þarf að hafa verið stundað innan síðustu 10 ára. Einnig þarf að fylgja staðfesting á hinu fyrra námi (hafi hún ekki þegar verið send með umsókninni um skólavist).

Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsreglur skólans.
Á meðan á skilatímabili einkunna stendur, sjá starfsmenn Lánasjóðs íslenskra námsmanna um að sækja upplýsingar um fjölda lokinna eininga í nemendaskrárkerfi skólans (Ugluna). Þurfi nemendur á slíkum einingaskilum að halda utan þess tíma (t.d. á sumarönn eða eftir upptökupróf) þurfa þeir að óska eftir því við kennslusvið.
Sé eitthvað af framansögðu óljóst, er um að gera að beina fyrirspurnum/athugasemdum til kennslusviðs, á netfangið kennslusvid@holar.is eða í síma 455 6319.

Gott að vita - hvert ber að snúa sér:

Ef lykilorð eða notandanafn glatast - kennslusvið
Ef breyta þarf eða leiðrétta skráningu í námskeið – kennslusvið
Ef vandamál eru við innskráningu – tengd notendanöfnum eða lykilorðum – kerfisstjóri
Ef málið tengist Nemendagörðum/staðnemum – þjónustuborð
Ef málið tengist gistingu fyrir fjarnema – Kaffi Hólar
Hægt er að bóka sig í hádegismat hjá Kaffi Hólum á eftirfarandi slóð:
Nemendur geta bókað og greitt fyrir gistingu á eftirfarandi slóð:
Ef biðja þarf um staðfestingu á skólavist – þjónustuborð
Ef athugasemd er við námsmat – er ávallt fyrsta skrefið að ræða við kennarann í viðkomandi námskeiði.
Leysist málið ekki, má leita til kennslusviðs
Ef spurningar vakna varðandi annað tengt innra starfi einstakra námskeiða, svo sem skyldumætingu í staðbundna lotu hjá fjarnemum, eða verklega tíma hjá staðnemum – kennarinn í viðkomandi námskeiði.
Ef málið tengist hesthúsum/hesthúsplássum - bústjóri
Ef málið tengist greiðslum, t.d. ef óska þarf eftir kvittun – gjaldkeri, reikningar eiga að birtast á island.is.
Ef skila þarf læknisvottorði vegna forfalla, fyrir nemendur eða hesta – kennslusvið
(berist að öðru jöfnu innan fimm virkra daga).
Ef málið tengist bókasafni – útlánum – þjónustuborð