Heim að Hólum á aðventu - Opinn dagur hjá Háskólanum á Hólum

• Háskólinn á Hólum, opið hús fyrir gesti í aðalbyggingu kl. 12-15.
• Jólatréssala á vegum Skógræktarfélagsins á Hólum, frá kl. 12-14. Staðsett framan við aðalbyggingu.
• Söguganga um Hólastað, kl. 13-14. Mæting við Nýjabæ, Sigríður Sigurðardóttir lektor í ferðamáladeild verður með leiðsögn um staðinn. 
• Sögusetur Íslenska hestsins verður opið frá 12-14.
• Kynning á Ferðamáladeild í aðalbyggingu frá 12-14.
• Fiskeldis- og fiskalíffræðideild verður með útirannsóknastofu frá 12-14.
• Kaffi Hólar verður með veitingasölu frá kl. 12-15.
• Hesthúsið á Brúnastöðum, opið í norðausturhluta hússins frá 14–14.30.
• Jólasýning hestafræðinema í Þráarhöll kl. 14.30 - 15.15.
• Bíll smáframleiðenda verður með opið kl. 12-15
• Ísponica verður með opið frá 12-14.
• Bjórsetrið verður opið frá 12-17. Boðið verður upp á jólaglögg.