Laus staða doktorsnema | Háskólinn á Hólum

Laus staða doktorsnema

Doktorsnemastaða við rannsóknir á samþættingu vist-, þróunar- og þroskunarfræðilegra þátta fyrir
fjölbreytni hornsíla í Mývatni.
 
Háskólinn á Hólum leitar að doktorsnema til að taka þátt í rannsóknarverkefni tengt öndvegisstyrk frá Rannís. Verkefnið fjallar um samspil vistfræðilegra (VIST), þróunarfræðilegra (ÞRÓ) og þroskunarfræðilegra (ÞRO) ferla fyrir uppruna og viðhald fjölbreytileika.
 
Svipgerðir ráða miklu um kvikt samspil vist- og þróuarfræðilegra ferla (e. eco-evolutionary dynamics) sem móta líffræðilega fjölbreytni, sérstaklega þegar um er að ræða umhverfisbreytingar. Markmið verkefnisins er að greina samspil milli VIST, ÞRÓ og ÞRO með því að rannsaka
 
1) tvívirkni vistfræði fyrir þróun, sem áhifavalds fyrir bæði náttúrulegt val og sveigjanlegar svipgerðir;
2) erfðafræðilegan grunn svipgerðarfjölbreytni og
3) hvernig breytingar í svipfari endurspeglast í breytingum á virkni vistkerfa.
 
Í verkefninu verða hornsíli (Gasterosteus aculeatus) í Mývatni notuð sem líffræðilegt líkan. Verkefninu er stjórnað af Bjarna K. Kristjánssyni, prófessor (Háskólinn á Hólum) og dr. Katja Räsänen (EAWAG, Sviss), og er það hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni Háskólans á Hólum (Bjarni K. Kristjánsson og Skúli Skúlason, prófessorar), EAWAG, Sviss (dr. Katja Räsänen og dr. Blake Matthews), Háskólanum í Wisconsin-Madison, BNA (Anthony R. Ives, prófessor), Háskóla Íslands (Zophonías O. Jónsson prófessor) og Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (dr. Árni Einarsson).
 
Við erum að leita að afburða doktorsnema til að rannsaka sérstaklega áhrif af breytileika í svipgerð og erfðum fyrir virkni vistkerfa. Í verkefninu verða gerðar tilraunir, bæði í manngerðum örvistum (e. mesocosm) og í Mývatni. Námsverkefnið er mikilvægur hluti stærra verkefnis sem felur í sér vöktun
hornsílastofna Mývatns, tilraunir á rannsóknarstofu, erfðafræðirannsóknir og tölfræðileg líkön.
 
Nemandinn verður hluti af alþjóðlegum hópi, þar sem tækifæri eru til að vinna með nýdoktorum, öðrum nemendum og fræðimönnum frá samstarfsstofnunum. Í boði er mjög góð þjálfun og mun nemandinn hafa möguleika á að vinna hluta rannsóknarinnar við samstarfsstofnanir.
 
Staðsetning: Verkefnið er unið við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum (FFD). 
Nemandinn mun verða skráður til náms við Háskóla Íslands.
Meginsetur Háskólans á Hólum er í Hjaltadal í Skagafirði, en FFD hefur skrifstofu og rannsóknaraaðstöðu í Verinu á Sauðárkróki. Fjölmargar rannsóknir eru stundaðar við FFD og mun nemandinn verða þátttakandi í virku og alþjóðlegu rannsóknaumhverfi nemenda og fræðimanna. Samskipti rannsakenda fara fram á ensku.
 
Í Skagafirði eru fjölmörg tækifæri til afþreyingar.
 
Menntunar- og hæfnikröfur:
  • Meistaragráða á fræðasviði sem tengist verkefninu (t.d. vistfræði, þróunarfræði, sameindalíffræði eða þroskunarlíffræði)
  • Mikill áhugi á þróunarvistfræði
  • Hafa gaman að því að vinna sjálfstætt og í hópi
  • Reynsla af tilraunum og vinnu út í náttúrunni
  • Bílpróf
  • Ritrýndar birtingar og reynsla af dýratilraunum (sérstaklega með fiska) eru kostur
 
Um er að ræða 100% stöðu í þrjú ár. Umsóknarfrestur er 24. febrúar 2020. Staðan tryggir laun til
þriggja ára. Um réttindi og skyldur er kveðið í lögum 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna.
 
Umsóknir skal senda á netfangið ecoevodevo@holar.is. Umsókninni skal fylgja greinargerð, sem lýsir
rannsóknaráhuga og gefur upplýsingar um reynslu sem skiptir máli (hámark 2 bls.), ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteinum og upplýsingar um þrjá meðmælendur. Frekari upplýsingar veitir Bjarni K. Kristjánsson (bjakk@holar.is) eða Katja Räsänen
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is