Þjálfaramenntun ÍSÍ og Háskólinn á Hólum | Háskólinn á Hólum

Þjálfaramenntun ÍSÍ og Háskólinn á Hólum

Eins og segir í kynningarbæklingi frá ÍSÍ, er það stefna íþróttahreyfingarinnar að eignast nægilega marga vel menntaða og hæfa þjálfara, til að tryggja öllum iðkendum sínum sem réttastar þjálfunaraðferðir og sem bestan árangur. Þjálfaramenntun ÍSÍ er  fræðslukerfi í fimm þrepum og lesa má nánar um það í sama bæklingi. Menntun á fyrstu þremur þrepunum er innan íþróttahreyfingarinnar eða framhaldsskóla, en efstu stigin tvö eru kennd í samstarfi við háskólana.

Sérgreinahluti námsins fer fram hjá viðkomandi sérsambandi. Landssamband hestamannafélaga gegnir því hlutverki gagnvart hestaíþróttunum, og þar eru það Knapamerkjakerfið og BS-nám í reiðkennslu og reiðmennsku við Háskólann á Hólum sem lögð eru til grundvallar.

Nú er auglýst eftir umsóknum um almenna hluta þjálfaramenntunarinnar, sem boðið verður upp á í fjarnámi og hefst það 3. febrúar nk. Nánari upplýsingar um námið og skráningu má nálgast hér á vef LH.

Yfirlitsmyndin hér fyrir neðan er af vef LH. Smellið á hana til að stækka hana.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is