Mette Mannseth hlaut reiðmennskuverðlaun FT

Mynd: www.eidfaxi.is
Mynd: www.eidfaxi.is

Okkar kona, yfirreiðkennari Hestafræðideildar, Mette Mannseth hlaut reiðmennskuverðlaun FT á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi á dögunum. Mette átti góðu gengi að fagna á mótinu. Hún stóð efst í A-flokki á hesti sínum Kalsa frá Þúfum og var með tvö hross í A-úrslitum í B-flokki, þau List frá Þúfum og Blund frá Þúfum. Þá varð hún í þriðja sæti í 100 metra skeiði á Vívaldi frá Torfunesi.

Í texta frá FT sagði

Reiðmennskuverðlaun FT er viðurkenning þar sem saman fer framúrskarandi reiðmennska, áverkalausir hestar og prúð framkoma á mótinu í heild sinni. Mette Mannseth hefur sýnt það með fjölda hrossa á mótinu, flest úr eigin ræktun. Uppúr stendur vel þjálfuð hross, einstaklega falleg framkoma, ósýnilegar ábendingar, mikil orka og útgeislun. Knapi og hross verða svo sannarlega eitt.

Upphafleg frétt fengin á www.eidfaxi.is