Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Sigríður Rósa Bjarnadóttir, nemandi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og formaður félags kvikmyndagerðarmanna tekur þátt í stafrænu málþingi um kvikmyndaframleiðslu og umhverfismál þann 15. febrúar næstkomandi. Málþingið er á vegum Háskólans í Warwick í Bretlandi og ber yfirskriftina "Green Production in a Globalized Non-Place", nokkuð sem hægt væri að þýða á íslensku sem "Umhverfisvæn kvikmyndaframleiðsla í staðlausum heimi".
Á málþinginu á m.a. að ræða hvernig Íslands er vettvangur kvikmyndaframleiðslu (fyrir myndir eins og Game of Thrones) og það hlutverk sem menningarleg ímynd og náttúra landsins leikur í því sambandi. Þá á einnig að ræða hvar kvikmyndaframleiðsla stendur með tilliti til umhverfismála með áherslu á vatnið í landslagi Íslands.
Áhugasamir athugið, það þarf að skrá sig á viðburðinn á vefnum https://events.bizzabo.com/amphibiousscreens