Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Karfan er tóm.
ArticHubs er Evrópuverkefni sem styrkt er af Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Það eru 22 samstarfsaðilar sem vinna í verkefninu og fyrir hönd Íslands taka Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands þátt í því.
Rannsóknin ber yfirskriftina: Global drivers, local consequences: Tools for global changes adaption and sustainable development of industrial and cultural Artic „hubs“. Í rannsókninni verður beitt þverfaglegum rannsóknaraðferðum til þess að finna, kortleggja og greina hnattræna þætti sem hafa náttúruleg, samfélagsleg og hagræn áhrif á Norðurslóðir með því að rannsaka sjálfbærni í fiskeldi, skógrækt, ferðamennsku, námuvinnslu og menningu frumbyggja.
Fyrir hönd Háskólans á Hólum leiðir Anna Guðrún Edvardsdóttir þann hóp sem rannsaka mun sjálfbærni í fiskeldi og þau náttúrulegu, samfélaglegu og hagrænu áhrif sem slík atvinnustarfsemi hefur á samfélög á Norðurslóðum.
Skipulögð hefur verið vefmálstofa þar sem rætt verður um hvaða áhrif þessir hnattrænu þættir hafa á fiskeldi, skógrækt, ferðamennsku og námuvinnslu á Norðurslóðum.
Hér er hlekkurinn með upplýsingum og slóðina til að skrá sig á málstofuna