Karfan er tóm.
- Háskólinn
 - Starfsfólk
 - Inspera
 - Nám
- Ferðamáladeild
 - Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
 - Hestafræðideild
 - Hagnýtar upplýsingar
 
 - Rannsóknir
 - Vefverslun
 
Nám í viðburðastjórnun spannar einn vetur og er 60 ECTS einingar. Þar af er verknám 12 ECTS einingar. Markmið náms í viðburðastjórnun er að nemendur verði færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum, frá upphafi til enda. Áhersla er á samþættingu hagnýtra og fræðilegra þátta viðburðastjórnunar. Byggt er á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar auk þess sem áhersla er lögð á að kynna það sem nýjast er á hverjum tíma á sviði viðburðahalds. Námið er undirbúningur frekara náms. Að loknu námi í viðburðastjórnun geta nemendur hafið nám á 2. ári í ferðamálafræði eða stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta við Háskólann á Hólum.
Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.