Nemendahestar

Auk þeirra hesta sem Háskólinn leggur til þurfa nemendur sjálfir að koma með hesta (svokallaða nemendahesta).

Þeir hestar sem nemendur þurfa að útvega eru eftirfarandi:

1. námsár
Nemandinn leggur til eigin reiðhest, fyrir námskeiðin Þjálfun reiðhestsins I (hefst í október) og Þjálfun reiðhestsins II. Hesturinn skal vera vel taminn reiðhestur, á 7. - 14. vetri.
Sjá nánar um nemendahesta fyrir 1. námsár.
2. námsár
Nemandinn notar eigin hest á vorönn (4. önn), í námskeiðunum Þjálfun II og Þjálfun III - verknámi, og síðar Þjálfun keppnishesta I-II á 3. námsári. Sjá nánar um nemendahesta fyrir 2. og 3. námsár.
3. námsár
Nemandinn leggur til tvo hesta:
Keppnishest - fyrir námskeiðin Þjálfun keppnishesta I (haustönn) og Þjálfun keppnishesta II (vorönn).
Hesturinn má ekki hafa verið notaður í lokaprófi í Reiðmennsku og þjálfun keppnishesta I-II eða Þjálfun keppnishesta I-II áður, né hafa verið í verðlaunasæti á landsvísu með annan knapa.
Kynbótahest - sem þarf að vera á 5. eða 6. vetri og er notaður í námskeiðunum Þjálfun IV (seinni stuttönn að hausti) og Kynbótahross - þjálfun og dómar (vorönn).
Sjá nánar um nemendahesta fyrir 2. og 3. námsár og um kynbótahesta.

Tryggingar
Ath. að skólinn tekur enga ábyrgð á nemendahestunum og nemendum er í sjálfsvald sett hvort þeir tryggja sína hesta.

Lánshestar
Ef einstakir nemendahestar eru ekki í eigu nemendanna sjálfra, skal eigandi hestsins undirrita staðfestingu á að nemandinn hafi hestinn út námstímabilið. Notast má við þetta eyðublað.