Aðalbygging

Hið gamla skólahús Hólaskóla er aðalbygging skólans. Húsið sjálft er fjögurra hæða en einnar hæðar tengibygging er á milli þess hýsir m.a. þjónustuborð, sundlaug og íþróttasal skólans.
Á fyrstu hæðinni er meðal annars veitingastaðurinn Kaffi Hólar sem hefur einnig það hlutverk að vera mötuneyti starfsfólks og nemenda. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. rekur veitingastaðinn þar er einnig gestamóttaka.
Kennslustofur eru á 2. og 3.hæð hússins, þar eru meðal annars fjórar kennslustofur sem taka á bilinu 16 - 36 manns í sæti, til viðbótar er fundarherbergi fyrir allt að tólf manns, auk þess sem fjarfundarbúnaður skólans er hýstur þar.
Skrifstofur/vinnuaðstöður starfsmanna eru á 2. - 4. hæð hússins, þar voru á meðal gömlu heimavistarherbergin frá tíð Bændaskólans. Enn prýða gömlu nafnaskiltin hurðir þessara herbergja.
Bókasafnið er á annarri hæð í viðbyggingu við aðalbyggingu, fyrir ofan íþróttasal skólans. Aðstaða safnsins er á einni hæð en frá bókasafni er gengið upp í ris, þar sem er tölvuver fyrir nemendur.
Á veturna er íþróttahúsið til afnota fyrir starfsmenn og nemendur, utan hefðbundins vinnutíma og geta hópar bókað fasta tíma þar. Í fjölmennum námskeiðum er salurinn nýttur sem fyrirlestrasalur í staðbundnum lotum og Grunnskólinn að Hólum hefur afnot af sal og sundlaug til íþróttakennslu. Á sumrin er þar föst sýning tengd sögu Hólastaðar sem biskupsseturs.