Aðalbygging

Hið gamla skólahús Hólaskóla er aðalbygging skólans. Húsið sjálft er fjögurra hæða en einnar hæðar tengibygging er á milli þess hýsir m.a. þjónustuborð, sundlaug og samkomusal skólans sem oft er notaður í kennslu í staðlotum.
Kennslustofur eru á 2. og 3.hæð hússins, þar eru meðal annars fjórar kennslustofur sem taka á bilinu 16 - 36 manns í sæti, til viðbótar er fundarherbergi fyrir allt að tólf manns, auk þess sem fjarfundarbúnaður skólans er hýstur þar.
Skrifstofur starfsmanna eru á 2. og 3. hæð aðalbyggingarinnar en starfsfólk stoðþjónustu og kennarar í ferðamálafræði eru jafnframt með aðstöðu á Faxatorgi á Sauðárkróki.
Bókasafn Háskólans á Hólum er á þriðju hæð í viðbyggingunni á Hólum. Lessalur og aðstaða til verkefnavinnu er á annarri hæð en þar er einnig skrifstofa upplýsingatækniþjónustu skólans.