Háskólaráð

Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag skólans er skipað skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 með áorðnum breytingum.
Skipunartími núverandi háskólaráðs er frá 5. maí 2023 til 4 maí 2025.

Fulltrúar háskólasamfélagsins:
Guðrún Stefánsdóttir, dósent við Hestafræðideild og Laufey Haraldsdóttir, lektor við Ferðamáladeild.
Varamenn þeirra:
Kári Heiðar Árnason, yfirmaður rannsóknastöðvar Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar og Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri Háskólans á Hólum.
Fulltrúi stúdenta:
Róbert Smári Gunnarsson, Ferðamálafræðingur
Fulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:
Lilja Sigurlína Pálmadóttir hrossaræktandi með meiru.
Varamaður hennar:
Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum

Fulltrúar skipaðir til setu af fyrrgreindu fimm manna háskólaráði (sbr.lög um opinbera háskóla)
Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður
Sveinn Margeirsson, verkfræðingur

Varamaður þeirra:

Berglind Viktorsdóttir, framkvæmdastjóri Hey Iceland

Fundargerðir háskólaráðs