Nemendagarðar

Nemendagarðar
Nemendagarðar Háskólans á Hólum er sjálfstæð stofnun sem leigir út húsnæði til nemenda á meðan námsdvöl þeirra stendur. Hægt er að leigja einstaklingsherbergi og einstaklingsíbúðir, einnig eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir fáanlegar. Íbúðirnar eru flestar leigðar út án húsgagna, taka þarf fram ef eftir húsgögnum og búnaði er óskað. Einstaklingsherbergi eru ávallt leigð með húsgögnum og helstu heimilistækjum. Í íbúðunum eru tengingar fyrir síma, tölvu og sjónvarp.

Verðskrá Nemendagarða
Húsreglur
Reglur um dýrahald

Til þess að njóta forgangs skulu eldri nemendur sækja um húsnæði fyrir 1. júní, æskilegt er að eldri nemendur sem búa á nemendagörðunum skili inn húsnæðisumsókn fyrir næsta skólaár áður en þeir fara eftir að skóla lýkur að vori. Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 25. júní. Umsóknum verður svarað rafrænt, ekki síðar en 20. júlí. Leigendur fá sendan greiðsluseðil vegna staðfestingargjalds, kr. 30.000. sem greiða þarf fyrir 10. ágúst annars verður viðkomandi húsnæði ráðstafað á annan hátt.
Leigusamningur er undirritaður við upphaf skólaárs. Nemendur geta sótt um húsaleigubætur til þess sveitarfélags sem þeir eiga lögheimili í.
Starfsmaður Háskólans á Hólum sendir staðfestingu á skólavist ásamt afrit af leigusamningi til Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar.

SÓTT ER UM HÚSNÆÐI HÉR

Lyklar eru afhentir á Þjónustuborði Hólaskóla á dagvinnutíma, frá kl. 08:00 til 16:00. Sé það ómögulegt, má viðkomandi að hafa samband á fyrrgreindum opnunartíma, með minnst dags fyrirvara. Símanúmer á þjónustuborði er 455 6300, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið hus@holar.is