MS nám í sjávar- og vatnalíffræði

Rannsóknanám til meistaraprófs (M.S.) er í grunninn tveggja ára nám (120 ECTS), sem samanstendur af stóru rannsóknaverkefni (60 eða 90 ECTS) og námskeiðum (30 ECTS eða 60 ECTS). Markmið meistaranámsins er að mennta vísindamenn sem geta unnið að þróun fræðigreinarinnar og starfað sem sérfræðingar á sínu fræðasviði. Að náminu loknu ættu nemendurnir einnig að vera vel undirbúnir fyrir áframhaldandi nám á PhD stigi.

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.

Gerð er krafa um að umsækjandinn hafi BA/BS gráðu með lágmarkseinkunn 6,5 eða sambærilega menntun.
Sótt er um námið á sérstöku eyðublaði sem nálgast má með því að hafa samband við kennsluskrifstofu.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við deildarstjóra eða mögulegan leiðbeinanda innan deildarinnar.
Dæmi um þau fjölbreyttu rannsóknarverkefni sem unnin eru við fiskeldis- og fiskalíffræðideildina og rannsóknaráherslur starfsmanna má finna á vef deildarinnar