Námsráðgjöf

Námsráðgjafi Háskólans á Hólum er Ástríður Margrét Eymundsdóttir.
Hægt er að bóka viðtöl hjá henni hvenær sem er. Hægt er að fá símaviðtöl, teamsviðtöl eða zoomviðtöl og ræða ráðgjöf vegna skipulags, námstækni, námsvanda, prófundirbúnings, persónulegra mála og margt fleira.
Fyrirspurnir og viðtalsbeiðnir má senda á namsradgjof@holar.is eða á astridur@holar.is
Helstu verkefni námsráðgjafa Háskólans á Hólum eru:

Ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi
Markmiðs- og áætlanagerð
Námstækni
Úrræði vegna námserfiðleika
Lífstíll og venjur
Próftaka

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika
Streitu og kvíðastjórnun
Samstarf við sérfræðinga í sértækum málum

Ráðgjöf við náms- og starfsval

Mat og greining á náms- og starfsfærni
Aðstoð við gerð ferilskrár og starfsumsókna
Bendill áhugasviðskönnun.

Á erindið heima hjá náms- og starfsráðgjafa?

Ef erindið varðar skráningu í og úr námskeiðum, yfirferð námsferils vegna fyrirhugaðrar útskriftar, útgáfu vottorða eða annað tengt nemendaskrá, á það heima hjá kennslusviði, netfang kennslusvid@holar.is. Þar er einnig tekið á móti læknisvottorðum vegna sjúkraprófa sem og óskum um mat á fyrra námi.