Námsráðgjöf

Helstu verkefni námsráðgjafa Háskólans á Hólum eru:

Ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi
Markmiðs- og áætlanagerð
Námstækni
Úrræði vegna námserfiðleika
Lífstíll og venjur
Próftaka

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika
Streitu og kvíðastjórnun
Samstarf við sérfræðinga í sértækum málum
Ráðgjöf við náms- og starfsval
Mat og greining á náms- og starfsfærni
Aðstoð við gerð ferilskrár og starfsumsókna
Bendill áhugasviðskönnun

Námsráðgjafi Háskólans á Hólum er Þórey Þórarinsdóttir. Fyrirspurnir og viðtalsbeiðnir skal senda á thorey@holar.is

Boðið er upp á símaviðtöl og fjarviðtöl.

Ef erindið varðar skráningu í og úr námskeiðum, yfirferð námsferils vegna fyrirhugaðrar útskriftar, útgáfu vottorða eða annað tengt nemendaskrá, á það heima hjá kennsluskrifstofu, netfang kennsla@holar.is