Meistaranám við Hestafræðideild

Markmið námsins er að mennta öfluga sérfræðinga/vísindamenn á sviði hestafræði, sem geta skapað nýja þekkingu með vönduðum rannsóknum og gagnrýnni hugsun og þannig þróað hestamennskuna sem fræði- og atvinnugrein. Náminu er einnig ætlað að vera góður grunnur fyrir doktorsnám.
Aðgangskröfur
BS próf í hestafræðum (t.d. reiðmennsku og reiðkennslu), búvísindum eða náttúruvísindum (t.d. líffræði), með lágmarkseinkunn 6,5, eða nám/sérhæfð starfsreynsla sem er metið sambærilegt.
Lýsing námsleiðar
Einstaklingsmiðað rannsóknanám til meistaraprófs (M.Sc.) er 120 ECTS og samsvarar fullum tveimur námsárum. Meistaranámið skal innihalda lokaverkefni (60 eða 90 ECTS) og námskeið (30 eða 60 ECTS).

Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.