Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Inspera
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Bókasafn Háskólans á Hólum er sérfræðisafn sem þjónar fagsviðum háskólans sem eru ferðamálafræði, fiskeldis- og fiskalíffræði og hestafræði. Áhersla er lögð á stöðuga þróun við uppbyggingu bóka- og tímaritakosts. Háskólinn á Hólum hefur aðgang að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum í gegnum opin aðgang í landsaðgangi.
Bókasafn Háskólans á Hólum er á þriðju hæð í viðbyggingu við aðalbyggingu á Hólum. Lessalur og aðstaða til verkefnavinnu er á annarri hæð en þar er einnig skrifstofa upplýsingatækniþjónustu skólans. Allur safnkostur bókasafnsins er skráður í Gegni og aðgengilegur á leitir.is, þar eru tenglar við rafrænar útgáfur þegar þær eru fyrir hendi.
Þjónustuborð skólans annast daglega umsýslu og afgreiðslu bókasafnsins, hægt er að hafa samband við þjónustuborð skólans og í síma 455 6300, á opnunartíma eða með því að senda fyrirspurn á netfangið holar@holar.is
Nemendur og starfsfólk Háskólans á Hólum hafa aðgang að þjónustu í Ritvers Háskóla Íslands. Þar geta nemendur og starfsfólk frá öllum deildum og sviðum háskólans, fengið aðstoð við fræðileg skrif á bæði íslensku og ensku.
Í Ritveri geta nemendur Háskólans á Hólum pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum.
Nemendur HH geta fengið aðstoð við m.a. uppsetningu ritgerða, ritunarferli, mál og stíl, fræðilega framsetningu og frágang heimilda. Hægt er að panta tíma og fá einstaklingsaðstoð en einnig býður ritverið upp á ýmsa fræðslu fyrir nemendur sem eru að skrifa ritgerðir. Aðstoð er veitt í Þjóðarbókhlöðunni (Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni) í Reykjavík en jafnframt er veitt aðstoð í gegnum fjarfund og með því að senda tölvupóst.
Nánari upplýsingar um viðtalsfund er á heimasíðu Ritvers HÍ.
Hér er heimasíða Ritvers á ensku - Center for Writing | Ritver - Háskóli Íslands.
Allir nemendur í stað- og fjarnámi Háskólans á Hólum hafa aðgang að þessari þjónustu og eru hvattir til að nýta sér aðstoð Ritversins, hvort sem það er á staðnum í Reykjavík eða með fjarþjónustu.
Þegar háskólasamstæða Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum verður til munu nemendur HH fá alla þjónustu sem nú stendur nemendum í HÍ til boða. Þjónusta Ritvers HÍ til nemenda HH er frá 1. janúar 2026 með sama hætti og til nemenda HÍ.