Um nám í ferðamálafræði

Nám í Ferðamáladeild opnar þér nýjar dyr og skapar tækifæri í atvinnulífi og til frekara náms hérlendis og erlendis.
Tengsl náms og atvinnulífs eru sterk. Fimm af sex námsleiðum deildarinnar bjóða upp á verknám, mikið er um heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir auk þess sem að gestakennarar koma víða að úr atvinnulífi og stoðkerfi greinarinnar. Á tveimur af námsleiðum deildarinnar geta nemendur hlotið landvarðarréttindi.
Í námi við Ferðamáladeild byggir þú upp sterkt tengslanet sem þú býrð að alla ævi og leggur þannig grunn að starfsferli að þínu vali.
Deildarstjóri Ferðamáladeildar er Ingibjörg Sigurðardóttir 

Diplóma í viðburðastjórnun
Diplóma ferðamálafræði
BA í ferðamálafræði
BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta
MA í útivistarfræðum
MA í ferðamálafræðum  

Skipulag skólastarfsins og staðarlotur hjá deildinni:
Kennsla haustannar hefst að jafnaði með nýnemadögum heima á Hólum.
Skólaárinu er skipt í þrjár annir; haustönn, vorönn og sumarönn. Námskeið spanna ýmist alla önnina eða hálfa önn, svokallaða stuttönn. Nemendur geta valið að vera í fullu námi eða að taka aðeins valin námskeið á hverri önn og dreifa náminu þannig á lengri tíma.
Allt nám deildarinnar, að frátöldu MA námi í útivistarfræðum, er fjarnám með staðbundnum lotum. Lotur eru oftast haldnar heima á Hólum. Í lotum fer fram fjölþætt verkefnavinna og vettvangsferðir auk kennslu sem erfitt er að framkvæma í gegnum netið.

Skólaárið, 2020-2021
Vikuyfirlit
Staðbundnar lotur, vorönn 2021
Staðbundnar lotur, haustönn 2021