Reikningar til Háskólans á Hólum

Allir reikningar til Háskólans á Hólum þurfa að berast rafrænt gegnum Fjársýslu ríkisins. Það er gert annað hvort með því að fara á heimasíðu skólans og velja hnappinn „Rafrænir reikningar“ eða fara beint inn á https://skuffan.is/gattir/fjs

Seljandi fær staðfestingu í tölvupósti ef þetta hefur farið í gegn, annars kemur upp villa á skjánum.

Þann 1. janúar 2023 tóku í gildi almennir viðskiptaskilamálar ríkisins um kaup á vöru og þjónustu.
Þar koma meðal annars fram eftirfarandi atriði:

  • Viðskiptaskilmálar ríkisins gilda við kaup ríkisaðila á vöru og þjónustu nema um annað hafi verið samið sérstaklega. Þeir eiga ekki við endurgreiðslur til starfsmanna stofnana eða endurgreiðslur vegna inneigna á sköttum.

  • Reikning til ríkisaðila skal afhenda með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlun. Reikningi á pappír verður hafnað.

  • Gjaldfrestur er að lágmarki 25 dagar frá afhendingardegi reiknings hjá skeytamiðlara.

  • Birgi er heimilt að nota greiðsluseðil til stýringar greiðslu sér til hagræðis. Tryggja verður að ákvæði um afhendingu gjaldfrest og seðilgjöld séu virt ef greiðsluseðill er notaður. Að  öðrum kosti verður samþykktur reikningur greiddur með millifærslu 25 dögum eftir afhendingardag hjá skeytamiðlara.

Nánari upplýsingar um rafræna reikninga og leiðbeiningar til birgja er að finna á vef Fjársýslu ríkisins.