Skólaárið

Háskólaárið skiptist í tvö kennslumisseri(annir). Kennsla haustmisseris hefst að jafnaði í lok ágúst.
Stundaskrár birtast nokkrum vikum áður en kennsla hefst. Þú getur séð þína stundaskrá og fylgst með því hvenær námskeið byrja í Uglunni. Nokkur munur getur verið á tímasetningum kennslu og prófa hjá fræðasviðum og deildum.

Skólaárið 2021 - 2022. Birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.
Skólaárið 2022 - 2023. Birt með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar.  

Dagsetningar kennslu- og prófaloka vorið 2022 verða mismunandi, eftir árgöngum og deildum.
Gert er ráð fyrir kennslu virka daga í dymbilviku, sem er vikan fyrir páska og að páskaleyfi sé frá og með skírdegi, til og með öðrum degi páska.

Sjúkra- og endurtökupróf vegna vorannar 2022 verða haldin 23 - 25. maí.
Reiðsýning brautskráningarnema úr Hestafræðideild 2022 er 21. maí heima á Hólum.
Brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum verður heima á Hólum, kl.14.
Brautskráning vorið 2022 verður föstudaginn 10. júní, í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.
                (Allar dagsetningar birtar með fyrirvara um breytingar af óviðráðanlegum ástæðum).