Inntökupróf í grunnnám í Hestafræðideild

Entrance examination for undergraduate studies in the Faculty of Equine Studies - English version here

Umsækjandi þarf að geta sýnt reiðmennsku í samspili við hestinn á fjórum gangtegundum (ekki á skeiði).
Í prófinu er verið að meta grunnatriði í reiðmennsku s.s. jafnvægi, ásetu, taumhald, samhæfingu ábendinga,
skilning, tímasetningu, tilfinningu fyrir gangtegundum og stjórnun hestsins.

Prófið fer fram á skólahestum og er umsækjanda leiðbeint í gegnum það stig af stigi.
Í prófinu eru eftirfarandi atriði:

- Lagt við og á hestinn
- Hesturinn teymdur við hlið á feti og brokki
- Farið á og af baki, með og án ístaða
- Riðnar allar gangtegundir nema skeið á mismunandi reiðleiðum, m.a. baugum og slöngulínum
- Lóðrétt, hálflétt og stígandi áset sýnd
- Fet, brokk og tölt riðið án ístaða
- Krossgangur á feti á skálínu
- Hraðabreytingar á tölti
- Stökk á hringnum
- Umsækjandi þarf að vera í viðunandi líkamsformi (120 metra hlaup á tíma).

Inntökupróf vegna náms í reiðmennsku og reiðkennslu fara fram heima á Hólum í lok maí og/eða fyrri hluta júní ár hvert.
Prófdagar eru skipulagðir með tilliti til þeirra umsókna sem hafa borist og er því hvatt til að umsóknum sé skilað sem fyrst.

Þegar umsækjandi mætir í inntökupróf þarf hann að skila 6-10 mínútna myndbandi af sér á hesti.

Á myndbandinu skal sýna:
1. Á hringvelli (úti):
A-flokks-, B-flokks-, fimmgangs (F1) eða fjórgangsverkefni (V1) - sjá reglur á www.lhhestar.is
OG
2. Á reiðvelli, eða opnu svæði:
Allar gangtegundir nema skeið (þ.m.t. hægra og vinstra stökk) á beinum og beygðum sporum.
Krossgang og framfótasnúning á báðar hendur.
Stöðvun og bakk.

Upplýsingar sem þurfa að fylgja myndbandinu:
Nafn umsækjanda
Nafn hestsins og IS-númer

Athugið að umsækjandi skilar einungis myndskeiði með einum og sama hesti
og ekki skal hafa tónlist undir myndskeiðinu, og en tryggja nægilega góða myndatöku og myndgæði.
Hámarkstími myndbandsins er 10 mín.

Skil á myndbandinu:
Skila skal upptökunni sem slóð á YouTube, Vimeo eða sambærilegum veitum.
Slóðina skal á senda á kennsla@holar.is í síðasta lagi fyrir kl. 12 síðasta virkan dag áður en umsækjandi á að
mæta í inntökupróf.