Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag skólans er skipað skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 með áorðnum breytingum.
Skipunartími núverandi háskólaráðs er frá 1. júní 2025 til 31. maí 2027.
Fulltrúar háskólasamfélagsins:
Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir, dósent við Hestafræðideild og Camille Anna-Lisa Leblanc, prófessor í Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.
Varamenn þeirra:
Laufey Haraldsdóttir, lektor við Ferðamáladeild og Anna Jóna Kristjánsdóttir, gæðastjóri Háskólans á Hólum.
Fulltrúi stúdenta:
Sólveig Birna H. Elísabetardóttir, nemi í Viðburðarstjórnun
Menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra:
Jóhanna Ey Harðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði.
Varamaður hennar:
Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum
Fulltrúar skipaðir til setu af fyrrgreindu fimm manna háskólaráði (sbr.lög um opinbera háskóla)
Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður
Sveinn Margeirsson, verkfræðingur
Varamaður þeirra:
Berglind Viktorsdóttir, framkvæmdastjóri Hey Iceland
Fundargerðir háskólaráðs