Mat á fyrra námi

Þeir nemendur sem óska eftir að fá fyrra háskólanám metið að einhverju leyti, þurfa að gera það með bréfi (tölvupósti) til kennsluskrifstofu (kennslusvid@holar.is) innan tveggja vikna frá upphafi námskeiðs. Einungis er unnt að fá heil námskeið metin, ekki einstaka hluta þeirra.
Í erindinu þarf að koma fram hvaða námskeið nemandinn óskar að fá metið inn, ásamt lýsingu á því námskeiði sem hann hefur tekið annars staðar og telur samsvarandi. Miðað er við lágmarkseinkunnina 6,0 og námið þarf að hafa verið stundað innan síðustu 10 ára. Einnig þarf að fylgja staðfesting á hinu fyrra námi (hafi hún ekki þegar verið send með umsókninni um skólavist).