Rannsóknastefna

Rannsóknastefnan er almennt orðuð stefnuyfirlýsing sem lýsir grunngildum skólans varðandi rannsóknir og megin atriðum rannsóknastefnu. Í viðaukum er að finna frekari útfærslu á rannsóknastefnunni t.d. í reglum um rannsóknamisseri akademískra starfsmanna, reglum um lækkun kennsluskyldu akademískra starfsmanna og ferðareglum vegna ferða erlendis. Rannsóknastefna skólans tekur ekki á viðfangsefnum rannsókna því gert er ráð fyrir að hver deild skólans móti sína rannsóknastefnu sem lýsir áherslum og markmiðum í rannsóknum. Það er markmið Háskólans á Hólum að stunda öflugar rannsóknir á fræðasviðum skólans. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu rannsókna er mótun rannsóknastefnu.

Rannsóknastefna Háskólans á Hólum
Samþykkt af háskólaráði 21. desember 2015.