Aðstaða Fiskeldis og fiskalíffræðideildar

Aðstaða fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum er til húsa að Háeyri 1 á Sauðárkróki. Húsnæðið skiptist í fjóra meginhluta: skrifstofurými, rannsóknar- og kennslustofur, eldisrými og þróunarrými.

Bókleg kennsla fer að mestu fram í kennslustofum í Verinu.

Vinnuaðstaða og kaffistofur: Á Sauðárkróki er sameiginleg kaffistofa fyrir nemendur og kennara.

Í Verinu er sá hluti bókasafnsins er snýr að fiskum, fiskeldi og vatnalífi hýstur einnig eru fagtímarit um sérsvið skólans aðgengileg þar. Bókasafnið er auk þess þátttakandi í verkefni um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum hvar.is, leitir.is einnig sem hægt er að fá aðstoð hjá bókasafnsfræðingum Háskólans á Akureyri, hægt er að hafa samband í tölvupósti bsha@unak.is eða síma 460 8050, á afgreiðslutíma bókasafns HA sem er alla virka daga frá 8.00 - 16.00.

Nemendur í framhaldsnámi fá til afnota skrifborð og bókahillur, þar sem þeir geta unnið á eigin tölvur.