Jafnlaunastefna

Háskólinn á Hólum hefur það að markmiði að gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annara starfskjara fyrir jafn verðmæt störf og útrýma kynbundnum launamun. Jafnlaunastefna Háskólans á Hólum nær til alls starfsfólks skólans. Háskólaráð og rektor bera ábyrgð á jafnlaunastefnunni. Laun og kjör starfsmanna skólans ráðast af kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga við ríkið sem og stofnannasamninga þeirra við Háskólann á Hólum.

Háskólinn á Hólum skal greiða starfsfólki sínu jöfn laun og starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf án tilliti til kyns. Enginn óútskýrður kynbundinn launamunur skal vera til staðar. Rektor ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að það standist lög og alþjóðlegar skuldbindingar varðandi jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Rektor er fulltrúi stjórnar Háskólans á Hólum varðandi jafnlaunakerfið og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við ÍST 85:2012. Einnig er rektor ábyrgur fyrir því að allt starfsfólk sem kemur að launaákvörðunum hjá skólanum sé vel upplýst um jafnlaunakerfið, verklagsreglum því tengdu sem og lögum og reglum sem gilda í jafnlaunamálum.

Háskólinn á Hólum skuldbindur sig til þess að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST 85:2012. Háskólinn á Hólum hefur innleitt verklag og skilgreint launaviðmið til að tryggja að starfsfólk fái greitt fyrir störf sín út frá verðmæti þeirra óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum.

Til þess að útrýma kynbundnum launamun mun háskólinn:

• Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST85, það skjalfest og því viðhaldið.
• Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
• Bregðast við óútksýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
• Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega
• Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gilda á hverjum tíma og staðfesta hlítingu við lög.
• Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum skólans. Stefnan skal einnig vera almenningi aðgengileg á ytri vef skólans.

Samþykkt á fundi háskólaráðs þann 28. júní 2021 og endurskoðun samþykkt á fundi háskólaráðs þann 20. desember 2022.