Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Námið er 120 ECTS eininga nám, þar af 60 eininga rannsóknarverkefni. Inntökuskilyrði eru BA/BS próf í ferðamálafræðum eða nám sem metið er sambærilegt.
Með náminu dýpkar nemandinn þekkingu sína með lestri og umræðu um lykilverk nýjustu rannsókna og rannsóknaraðferðum á sviði ferðamála. Námið er undirbúningur fyrir störf sem felast í stefnumótun, skipulagningu, stjórnun og rekstri í ferðaþjónustu, eða störf að rannsóknum, þróun og eftirliti með ferðamálum. Einnig veitir námið undirbúning fyrir doktorsnám.
Nemendur sækja um nám á grundvelli tillögu sinnar að rannsóknarverkefni á sviði ferðamála. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ingibjörgu Sigurðardóttur, deildarstjóra ferðamáladeildar eða kennsluskrifstofu Háskólans á Hólum.
Þú getur skoðað skipulag námsins í Uglu, kennsluvef háskólans.