Rektor

Rektor Háskólans á Hólum er æðsti fulltrúi skólans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan. Hann er skipaður til fimm ára í senn, er yfirmaður stjórnsýslu háskólans og ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Rektor stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Ráðningarvald yfir öllum starfsmönnum skólans er á höndum rektors.

Rektor skólans er Hólmfríður Sveinsdóttir.