Erasmus +

Erasmus+ er menntaáætlun Evrópusambandsins og er ætlað að stuðla að auknu samstarfi meðal háskóla í Evrópu, styrkja Evrópu sem þekkingarsamfélag og styðja við mótun á samevrópsku, nútímavæddu háskólasamfélagi. Háskólinn á Hólum hefur verið virkur þátttakandi í Erasmus samstarfi um árabil og leitast við að efla þátttöku alls háskólasamfélagsins í verkefnum menntaáætlunar Evrópusambandsins. 

Alþjóðafulltrúi skólans er Anna Guðrún Edvardsdóttir
Netfangið er international@holar.is.

Markmið Háskólans á Hólum varðandi samstarf undir merkjum Erasmus:

1. Að fjölga námstækifærum nemenda og starfsmanna innan Evrópu.
2. Að fjölga tækifærum starfsmanna skólans til þátttöku í starfsmannaskiptum.
3. Að laða erlenda nemendur að skólanum.
4. Að geta tekið á móti starfsmönnum samstarfsskóla, í starfsmannaskiptum.
5. Að halda áfram að meta allt nám til ECTS eininga, til að auðvelda mat á námi.
6. Að tryggja sveigjanleika, til að nemendur og starfsmenn geti tekið þátt í nemenda- og starfsmannaskiptum.
7. Að stofna til nýs og efla fyrirliggjandi samstarf við aðra evrópska háskóla, með gagnkvæmu flæði þekkingar og reynslu.