Erasmus +

Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og menningarmál. Háskólinn á Hólum tekur þátt í menntahluta áætlunarinnar sem lýtur að skipti- og/eða starfsnámi nemenda við skólann auk starfs- og/eða skiptikennslu kennara skólans. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á samstarf háskóla um skipti- og starfsnám/kennslu og hefur Háskólinn á Hólum gert samstarfssamninga við erlenda háskóla um slíkt. Því geta nemendur og kennarar frá Hólum farið í skiptinám við viðkomandi háskólastofnanir eða nemendur og kennarar frá þessum erlendu háskólum stundað nám eða kennslu við Háskólann á Hólum með styrk frá Erasmus+.

Ný Erasmus+ áætlun tók gildi í apríl 2021 og gildir til ársins 2027. Í henni er lögð áhersla á inngildingu (e. inclusion) og að öllum séu tryggðir jafnir möguleikar á þátttöku. Þá er lögð áhersla á að þátttaka hvers og eins verði eins vistvæn og hægt er; t.d. með því að ferðast með lest í stað flugs sé það mögulegt og stafrænar áherslur fá meira vægi en áður. Það þýðir að nemendur geta blandað saman tækifærum til náms og þjálfunar erlendis við rafrænt nám og samvinnu á netinu.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Erasmus+ á Íslandi. 

Alþjóðafulltrúi Háskólans á Hólum er Anna Guðrún Edvardsdóttir, arun@holar.is og hægt er að leita til hennar um upplýsingar eða aðstoð. 

Umsóknir frá háskólum um þátttöku í áætluninni þurfa að berast á ensku, en í þeim þurfa háskólar m.a. að tilgreina helstu markmið og leiðir og á grunni þessa eru þeir samkykktir inn í áætlunina.

Markmið Háskólans á Hólum varðandi samstarf undir merkjum Erasmus:
• Að fjölga námstækifærum nemenda og starfsmanna innan Evrópu.
• Að fjölga tækifærum starfsmanna skólans til þátttöku í starfsmannaskiptum.
• Að laða erlenda nemendur að skólanum.
• Að geta tekið á móti starfsmönnum samstarfsskóla, í starfsmannaskiptum.
• Að halda áfram að meta allt nám til ECTS eininga, til að auðvelda mat á námi.
• Að tryggja sveigjanleika, til að nemendur og starfsmenn geti tekið þátt í nemenda- og starfsmannaskiptum.
• Að stofna til nýs og efla fyrirliggjandi samstarf við aðra evrópska háskóla, með gagnkvæmu flæði þekkingar og reynslu.

Holar University´s main goals are to:
• improve the mobility options of our staff and students to undertake training and/or studies in Europe.
• increase HU staff´s opportunities to participate in staff exchange programmes.
• continue to attract foreign students to our courses that are both offered online as well as face-to-face.
• be able to welcome partner institutions employees on staff exchange programmes.
• continue to evaluate all studies using ECTS units, thus keeping the transferable.
• ensure flexibility for staff and students, thus enabling them to participate in exchange programmes.
• establish new and to strengthen pre-existing ties with other universities in Europe, through the exchange of information and experience.

In order to reach the goals Hólar University will:
• improve individual study plans and thus a wider scope of skills will be obtained by HU´s students and thereby employment opportunities upon graduation will increase.
• strengthen the ties with industries and businesses by increase internship/practicum mobility for incoming and outgoing students and staff and accommodate a wider range of possible places.
• promote research cooperation with partners by taking initiative in forming trans- disciplinary research in the field of HU´s specialisation
• make dissemination of research findings, i.e. co-authoring of articles more apparent in the academia.
• improve effective use of funds and facilities/equipment among partners.