Skilmálar f. vefverslun

Skilmálar

Háskólinn á Hólum áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna mistaka við verðlagningu í vefverslun. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilvikum eingöngu þar.

Greiðslumáti
Í vefverslun háskólans er hægt að greiða með kreditkorti og debetkorti.

Skilað og skipt
Í flestum tilvikum er hægt að skipta bókum hjá okkur í þjónustuveri háskólans, að því tilskildu að bækurnar séu enn í sölu þar, og séu í góðu ásigkomulagi, þ.e. að ekki sé búið að skrifa á eða í þær. Seljandi áskilur sér þó rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Sendingar
Innanlands sendum við vöruna að öllu jöfnu með Íslandspósti innan þriggja virkra daga. 
Háskólinn á Hólum tekur ekki ábyrgð á tollum og gjöldum sem leggjast á sendingar til útlanda í viðtökulandinu. Öll aukaleg tolla-, skatta-, og innflutningsgjöld eða hugsanlegar aukagreiðslur eru á ábyrgð kaupanda.
Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Háskólinn á Hólum ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send úr vefverslun skólans þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskipta eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.