Upphaf haustannar/nýnemadagar

Nýnemadagar haust 2021

Við hlökkum til að sjá ykkur á nýnemadögum sem hefjast í aðalbyggingu háskólans á Hólum kl. 9.00 á mánudaginn, 30. ágúst.

MIKILVÆGT er að þið æfið ykkur strax á notkun Canvas kennsluvefs og skoðið Ugluna. Notendanafn og aðgangsorð ykkar að Canvas og Uglu var sent til ykkar fyrir skemmstu. Á vef skólans - www.holar.is - komist þið inn á Canvas og Uglu og tölvupóstinn ykkar. Ath. Það er mikilvægt að hafa í huga að þegar er farið inn í Canvas þá á ekki að skrá netfangið allt (þrátt fyrir að það sé gefið til kynna), heldur einungis notandanafnið sjálft og sleppa @holar.is, og svo lykilorðið.

Mætið með tölvu, blöð og penna.

Dagskrá nýnemadaga kemur inn á heimasíðu skólans og á Canvassíðu námskeiðsins Verklag í námi og starfi ásamt öðrum nytsamlegum upplýsingum. Nýnemadagarnir eru jafnframt upphaf þessa námskeiðs, sem og annarra.

ENDILEGA farið þið inn á ykkar svæði á Canvas og Uglu og setjið þar inn andlitsmynd af ykkur svo við eigum auðveldara með að þekkja ykkur þegar skólinn byrjar!

Dagskrá nýnemadaga 30. ágúst - 1. septembe