Kynningar á BS lokaverkefnum

Nemendahópurinn ásamt hluta af kennurunum sem komu að BS-námskeiðinu.
Talið efri röð frá vinstri Te…
Nemendahópurinn ásamt hluta af kennurunum sem komu að BS-námskeiðinu.
Talið efri röð frá vinstri Teresa, Sigríður Vaka, Eva Dögg, Pernille, Anne, Guðmunda Ellen,
Julian, Annika Rut, Ásdís Ósk, Elisabeth, Guðrún og Víkingur.
Neðri röð frá vinstri: Guðmar Freyr, Janneke, Dagbjört og Sunna Sigríður.

Dagana 13. og 14. apríl var haldin lítil ráðstefna innan Hestafræðideildar Háskólans á Hólum, þar sem nemendur á 3ja ári í BS námi í reiðmennsku og reiðkennslu kynntu eigin rannsóknarverkefni í BS námskeiði og voru margar áhugaverðar rannsóknarniðurstöður kynntar. Nemendurnir gátu valið að kynna verkefnin á íslensku eða ensku. 
Ráðstefnan var haldin í gamla íþróttasalnum í aðalbyggingu Háskólans á Hólum, og var opin fyrir starfsmenn Háskólans, starfsmenn Hestafræðideildar sem og 1. árs nemendur í Hestafræðideild. Hins vegar eru nemendur á 2. ári í Hestafræðideild í verknámi vítt og breitt um land og voru því ekki á staðnum. 

Verkefnin sem kynnt voru bera eftirfarandi heiti:
1. Ungir afreksknapar. Áhrifaþættir og framtíðarsýn.
2. Tengsl á milli brjóstbreiddar og einkunna fyrir hæfileika í kynbótadómi.
3. Árangur fersksæðinga á folaldagangmáli.
4. Áhrif gjafaaðferða á áttíma reiðhesta á húsi.
5. Áhrif mismunandi gjafaaðferða á hjartslátt hrossa við át og atferli í stíu.
6. Mélanotkun á LM2022 og tengsl við þrýstingssár í munni.
7. Rein tension on the lunge line during lunging of Icelandic horses in walk, trot and canter.
8. Hámarkshraði í gæðingaskeiði.
9. Samanburður á taumþrýstingi í niðurtöku, 100 metra skeiðkafla og niðurhægingu hjá íslenskum hestum.
10. Hjartsláttur hesta í gæðingaskeiði að vetri til.
11. Samband á milli hjartsláttar knapans og andlegrar líðan fyrir og í reiðprófi.
12. Hvað einkennir góðan reiðkennara ? Viðhorfskönnun meðal nemenda.
13. Áhrif hóffylliefnis á fótahreyfingar íslenskra hesta á tölti.