Jólakveðja

Starfsfólk Háskólans á Hólum óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum allt gott á árinu sem er að líða. Góðar stundir og njótið yfir hátíðirnar.

Opnunartími yfir hátíðirnar

Símaborð Háskólans á Hólum opnar að nýju eftir jólafrí föstudaginn 2. Janúar 2025, þjónustuborðið sjálft opnar síðan 5. Janúar 2026.

Tímamót í Hestafræðideild: Fyrsta meistararitgerðin varin

Þann 12. desember varði Johannes Amplatz meistararitgerð sína við Hestafræðideild Háskólans á Hólum og markaði þar með tímamót, en hann er fyrsti neminn til að ljúka meistaragráðu frá deildinni. Jóhannes stóð sig mæta vel í vörinni, stóðst hana og ritgerðina með miklum sóma.

Kynning á veggspjaldaverkefnum nemenda í Rannsóknaraðferðum – tölfræði

í gær kynntu nemendur á þriðja ári í námskeiðinu Rannsóknaraðferðir – tölfræði veggspjaldaverkefni sín, þar sem þeir unnu með ritrýndar vísindagreinar tengdar eigin áhuga í hestamennsku.

Sögulegt íslandsmeistaramót á Hólum

Um helgina tókum við þátt í að marka ný spor í íslenskri hestamennsku… 

Tryppi í tamningu vor 2026

ArcticKnows

Þann 1. október síðastliðinn var ýtt úr vör þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að mótun sameiginlegra leiða til sjálfbærra atvinnuhátta á Norðurslóðum með því að byggja brýr milli vísindalegrar og staðbundinnar þekkingar. Verkefnið nefnist ArcticKnows og er styrkt af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins (Innovation Action).

Brautskráning Háskólans á Hólum að hausti 2025

Þann 10. október 2025 fór fram haustbrautskráning Háskólans á Hólum. Á árinu hafa samtals 86 nemendur lokið námi frá þremur deildum skólans.

Háskólinn á Hólum á Arctic Circle

Dagana 16. – 18. október sl. var Arctic Circle ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík. Á hverju ári mæta bæði innlendir og erlendir aðilar til að ræða málefni Norðurslóða í fjölmörgum málstofum og pallborði.

Ferðamannalandið Ísland – með sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi?

Rannsóknamiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum, stendur fyrir pallborðsumræðum um ferðamál fimmtudaginn 30. október kl. 13:30-15:00 í Háskólabíói 2.