Fyrrum lektor við Ferðamáladeild hlýtur fálkaorðu

Fyrrum lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, Sigríður Sigurðardóttir, var nýverið sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir mikilvægt framlag sitt til varðveislu torfbæja og annarra menningarminja.

Epic Stays/Epískt gistirými Erasmus, verkefni um nýja nálgun í gistingu

Epic Stays Erasmus er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem miðar að þróun hagnýts fræðsluefnis um rekstur og hönnun svokallaðrar epískrar gistingu sem byggir á nýtingu óhefðbundinna mannvirkja og rýma. Verkefninu er stýrt af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum í samstarfi við fræðslu- og þróunaraðila í fimm Evrópulöndum.

Nýárskveðja

Starfsfólk Háskólans á Hólum óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum við fyrir allt gott á liðnu ári. Hlökkum til ársins 2026 og það sem það mun hafa uppá að bjóða. Nýárskveðja Starfsfólk Háskólans á Hólum.

Jólakveðja

Starfsfólk Háskólans á Hólum óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við þökkum allt gott á árinu sem er að líða. Góðar stundir og njótið yfir hátíðirnar.

Opnunartími yfir hátíðirnar

Símaborð Háskólans á Hólum opnar að nýju eftir jólafrí föstudaginn 2. Janúar 2025, þjónustuborðið sjálft opnar síðan 5. Janúar 2026.

Tímamót í Hestafræðideild: Fyrsta meistararitgerðin varin

Þann 12. desember varði Johannes Amplatz meistararitgerð sína við Hestafræðideild Háskólans á Hólum og markaði þar með tímamót, en hann er fyrsti neminn til að ljúka meistaragráðu frá deildinni. Jóhannes stóð sig mæta vel í vörinni, stóðst hana og ritgerðina með miklum sóma.

Kynning á veggspjaldaverkefnum nemenda í Rannsóknaraðferðum – tölfræði

í gær kynntu nemendur á þriðja ári í námskeiðinu Rannsóknaraðferðir – tölfræði veggspjaldaverkefni sín, þar sem þeir unnu með ritrýndar vísindagreinar tengdar eigin áhuga í hestamennsku.

Sögulegt íslandsmeistaramót á Hólum

Um helgina tókum við þátt í að marka ný spor í íslenskri hestamennsku… 

Tryppi í tamningu vor 2026

ArcticKnows

Þann 1. október síðastliðinn var ýtt úr vör þverfaglegu rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að mótun sameiginlegra leiða til sjálfbærra atvinnuhátta á Norðurslóðum með því að byggja brýr milli vísindalegrar og staðbundinnar þekkingar. Verkefnið nefnist ArcticKnows og er styrkt af Horizon Europe áætlun Evrópusambandsins (Innovation Action).