Meistaravörn Deisi Trindade Maricato

Fimmtudaginn 1. september 2022 kl. 13 - 15, mun Deisi Trindade Maricato nemi við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum verja meistararitgerð sína sem hún kallar "The Interdisciplinarity of Tourism Education as an Opportunity for Emancipation".
Vörnin fer fram í stofu 205 í Háskólanum á Hólum.

Deisi Trindade Maricato er meistaranemi við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og

Leiðbeinandi er Jessica Aquino lektor
Prófdómari er Gunnar Þór Jóhannesson prófessor

Útdráttur
Ritgerð þessi lýsir tilviksrannsókn sem var gerð í tengslum við kennslureynslu sem var hluti af meistaranámi í útivistarfræðum (NoFri) við Háskólann á Hólum á haustmisseri 2021. Markmið rannsóknarinnar var að auka ígrundun og gagnrýna hugsun um það hvernig beiting kennsluaðferða sem byggjast á gagnrýnni uppeldisfræði getur auðgað kennsluhætti við nám í ferðamálafræðum á háskólastigi. Markmið rannsóknarinnar byggir á uppeldiskenningum Paulos Freire sem var brasilískur uppeldisfræðingur sem taldi menntun vera helsta lýðræðislega verkfærið til að þróa meðvitund um raunveruleikann sem við búum í og þar með valdefla frelsisvitund okkar. Með því að beita aðferðafræði gagnrýninna uppeldiskenninga Paulos Freire var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða aðferðum má beita (eða væri æskilegt að þróa áfram/útfæra frekar) sem eru til þess fallnar til að byggja upp sjálfstæði, frelsisvitund og hæfni til gagnrýnnar hugsunar hjá nemendum? Hvernig getur þverfaglegt eðli ferðamálafræði skapað tækifæri til að þróa námskrá og námsefni í ferðamálafræðum sem einkennast af fágaðri og sterkri siðferðishugsun? Gögnin voru greind með þemagreiningu og niðurstöður rannsóknarinnar eru til merkis um að framlag gagnrýninnar uppeldisfræði í þágu þróunar á námskrá og námsefni í ferðamálafræðum leiðir til umbyltingarkenndar kennslufræði sem er til þess fallin að styrkja hæfni ferðaþjónustu til að betrumbæta samfélagið og mennta fagfólk í ferðamálageiranum sem er meðvitaðra um samfélagslegt mikilvægi starfsgreinar sinnar og tekur frekar siðferðilega afstöðu í starfsumhverfi sínu.


Allir velkomnir