Karfan er tóm.
- Háskólinn
- Starfsfólk
- Nám
- Ferðamáladeild
- Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
- Hestafræðideild
- Hagnýtar upplýsingar
- Rannsóknir
- Vefverslun
Greiðsluseðill fyrir innritunargjaldi verður sendur í netbanka í júní með greiðslufrest 10. júlí.
Innritunargjald vegna skólaársins 2022 - 2023 er kr. 75.000 og er óafturkræft.
Nemendur eru hvattir til að kynna sér námsreglur skólans.
Mat á fyrra námi
Nemendur sem þegar stunda nám við skólann geta óskað eftir mati á fyrra háskólanámi.
Einungis er unnt að fá heil námskeið metin, ekki einstaka hluta þeirra. Í umsókninni þarf að koma fram hvaða námskeið nemandinn óskar að fá fellt niður,
ásamt lýsingu á því námskeiði sem hann hefur tekið annars staðar og telur samsvarandi.
Miðað er við lágmarkseinkunnina 6,0 og námið þarf að hafa verið stundað innan síðustu 10 ára.
Staðfesting á hinu fyrra námi þarf að fylgja með umsókninni. Umsókn skal senda ekki síðar en 4 vikum áður en námskeiðið hefst sem nemandinn óskar að fá fellt niður.
Umsókn með fylgiskjölum sendist til kennsla@holar.is
Skóladagatal er birt með fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar. Önninni er skipt í tvær álíka langar stuttannir, og námskeið standa ýmist yfir hana alla
eða einungis aðra stuttönnina.
Kennsla á haustönn 2022 hefst kl. 9:00 mánudaginn 29. ágúst. Prófum á haustönn lýkur föstudaginn 16. desember. Sjúkra- og endurtökupróf verða 5. - 6. janúar.
Kennsla á vorönn 2023 hefst 9. janúar.
Þeir nemendur sem eru í blönduðu námi (fjar- og staðnámi) eru kallaðir heim að Hólum í staðbundnar lotur. Misjafnt er eftir námsleiðum hvenær þær eru,
sjá upplýsingar frá deildunum. Allir nýnemar geta þó reiknað með að námið á haustönn hefjist með staðbundinni lotu/nýnemadögum og að reiknað verði með að þeir hefji námið á Hólum/Sauðárkróki nema um óhjákvæmileg forföll sé að ræða.
Vikuskipan hjá Ferðamáladeild
Staðbundnar lotur hjá Ferðamáladeild
Staðbundnar lotur hjá Fiskeldis- og fiskalíffræðideild
Netfang og kennsluvefir
Allir nemar Háskólans á Hólum fá úthlutað netfangi, og er ætlast til að þeir noti það í námi sínu við skólann. Sömu aðgangsupplýsingar gilda fyrir innri vef
skólans, Ugluna. Canvas kennslukerfið er notað í öllum námskeiðum sem kennd eru við skólann.
Bækur
Bóksala stúdenta og Heimkaup (rafbækur) vita um þær bækur sem ætlast er til að nemendur útvegi sér. Erlendar netverslanir selja líka margar af þessum bókum.
Sífellt fleiri kennslubækur má fá sem rafbækur.
Húsnæði
Nemendagarðar Háskólans á Hólum starfa sjálfstætt. Þeir staðnemar sem hyggja á búsetu á nemendagörðum þurfa sjálfir að annast umsókn um slíkt á netsíðu nemendagarðanna.
Umsóknarfrestur rennur út þann 1. júní fyrir aðra en nýnema. Frekari upplýsingar eru veittar á þjónustuborði háskólans, sími 455 6300 eða hus@holar.is
Nemar í blönduðu námi sem þurfa á gistingu að halda í staðlotum þurfa að snúa sér til Ferðaþjónustunnar á Hólum booking@visitholar.is
Menntasjóður námsmanna
Á meðan á skilatímabili einkunna stendur, sér Menntasjóður námsmanna um að sækja upplýsingar um fjölda lokinna eininga í nemendaskrárkerfi skólans,
Ugluna. Þurfi nemendur á slíkum einingaskilum að halda utan þess tíma, t.d. á sumarönn eða eftir upptökupróf, þurfa þeir að óska eftir því við kennsluskrifstofu.