Umsóknir um grunnnám

Umsóknir um grunnnám - smellið hér

Athugið að umsóknir eru ekki teknar til afgreiðslu nema þeim fylgi staðfesting um fyrra nám eða umsækjandi gefi leyfi til að skírteini um stúdentspróf sé sótt beint í Innu. Með staðfestum afritum er átt við ljósrit sem eru staðfest með stimpli í lit og með undirskrift frá viðkomandi skóla eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Athugið að ljósmyndir af skírteinum eru ekki teknar gildar.

Umsækjendur um grunnnám geta fylgst með framvindu umsóknar sinnar í samskiptagáttinni, sem þeir senda inn umsókn í.
Innritunargjöld vegna skólaársins 2023 - 2024 eru kr. 75.000, og eru óafturkræf.
Lokadagur umsókna er 5. júní.