Amber Monroe ver meistararitgerð sína

Amber Christina Monroe, nemandi við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, varði meistararitgerð sína „The effects of water quality on the growth of lumpfish (Cyclopterus lumpus)“, (Áhrif vatnsgæða á vöxt hrognkelsa), 23. júní síðastliðinn. Leiðbeinandi hennar var prófessor Helgi Thorarensen, en Ólafur Sigurgeirsson og Dr. Bjarni K. Kristjánsson voru meðleiðbeinendur.

Hrognkelsi éta laxalús og eru mikið notuð til að aflúsa lax. Þess vegna er umtalsvert magn af hrognkelsum framleitt í kerjum, en þar er aukinn styrkur á koldíoxíði og ammóníaki vandamál. Í verkefninu rannsakaði Amber áhrif koldíoxíðs og ammóníaks á vöxt hrognkelsa í eldi, en það hefur ekki verið gert áður.

Niðurstöður hennar sýna að hrognkelsi eru viðkvæm og þola illa aukinn styrk koldíoxíðs og ammóníaks í eldisvatni. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli eldismanna og skilgreina í raun hversu lágur styrkur þessara efna í vatni þarf að vera til þess að viðhalda hámarksvexti hrognkelsa. Rannsóknin var hluti af stóru verkefni, sem styrkt var af AVS sjóði. Auk þess fékk Amber veglegan styrk frá Leifur Eiriksson Foundation.

 

Á myndinni frá vinstri eru:  Hjördís Gísladóttir sviðsstjóri framhaldsnámssviðs, Ólafur Ingi Sigurgeirsson lektor, Dr. David Benhaim prófessor, Amber Monroe og Stephen Price sambýlismaður hennar.  Þeir Dr. Helgi Þór Thorarensen leiðbeinandi Amber og Dr. Þorleifur Ágústsson prófdómari voru á Zoom við vörnina.